Viðbúið

Já þetta var viðbúið, Eyjólfur hefur ekki alveg náð því út úr liðinu sem hann og aðrir höfðu vonast til. Það gengur víst ekki að reka liðið, það er yfirleitt þjálfarinn sem víkur. Fróðlegt verður að sjá hver verður í brúnni í leiknum við dani, hallast á eins og segir í fréttinni og vona að það verði Willum sem fær það hlutverk að stjórna liðinu í þeim leik. Síðan vona ég að KSÍ taki sér góðan tíma í að velja næsta þjálfara og vandi til verka í þeirri ráðningu.
mbl.is Eyjólfur hættur sem þjálfari landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað finnst þér????

addi (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 02:36

2 Smámynd: Hlynur Birgisson

Fá þjálfara erlendis frá, ekki spurning, finnst tími til kominn að koma með nýjar áherslur, nýja taktík og nokkra nýja menn inn. Willum tel ég vera okkar mann í nánustu framtíð, en ekki strax

Hlynur Birgisson, 28.10.2007 kl. 09:31

3 identicon

Hæ hæ og hvað segið þið gott? Ertu búinn að hlusta á nýja diskinn með Springsteen?

Kv. Kristjana

Hilma biður að heilsa Bigga.

Kristjana Ösp Birgisdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:26

4 Smámynd: Hlynur Birgisson

Sæl Kristjana:) var stuð á ykkur stelpunum í gær. Já keypti mér nýja Springsteen diskinn í Manchester og einnig dvd disk með honum, mjög góður nýji diskurinn, gott rock og minnir á gamla Springsteen

Hlynur Birgisson, 28.10.2007 kl. 12:10

5 Smámynd: Gísli Torfi

Óli Jó kominn í sætið og hann er nú hálfgerður útlendingur enda búinn að vera í Hafnarfirði lengi :) verðum við ekki bara að vona að varnarleikurinn batni og aðalega viðhorf leikmanna... væri ágætt ef menn höfðu sama viðhorf og þú hlynur í boltanum.. gangi þér vel í boltanum.. þú átt 6 ár í viðbót eftir er það ekki.. maður fylgist ávallt með ykkur í Þór enda mínir menn.. góðar kveðjur úr RVK .

Gísli Torfi, 30.10.2007 kl. 09:30

6 Smámynd: Hlynur Birgisson

Blessaður Gísli, já þetta hlýtur að batna, trúi ekki öðru....allaveganna passar Óli upp á það verði húmör í þessu;) það eru góðar fréttir úr þorpinu, liði ungt og mjög efnilegt, smá þolimæði. Kannski ekki 6, en 1 til 2 hehe

Kveðja

Hlynur Birgisson, 30.10.2007 kl. 09:41

7 Smámynd: Gísli Torfi

já 2 ár pottþétt:) já kallinn er með húmor...ekki amalegt fyrir hann að byrja á Parken og liðið nýbúið að tapa 3-0 á móti eh dal í Evrópu ....skipulagið finnst mér líka þurfa að vera á hreinu og að menn viti uppá hár hvað er ætlast af þeim inná vellinum...en ég er sammála þér um Willium og líka sérstakt hvað KSÍ tekur sér alltaf bara korter að ráða nýjan Manager. en Óli á vonandi eftir að fara úr húsi eftir 2 ár :)

Gísli Torfi, 30.10.2007 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband