Konur eru konum verstar

Hvernig í ósköpunum var hægt að ganga framhjá Margréti Láru Viðarsdóttur í kjöri knattspyrnukonu ársins tímabilið 2007, í hófi sem fram fór í gærkvöldi. Þetta er með ólíkindum og að stelpurnar í þessum liðum hafi verið að rotta sig saman og ákveða að kjósa hana ekki. Þetta minnir meira á leikskóla eða grunnskólamóral frekar en að hér fari þroskaðar knattspyrnukonur í úrvalsdeild á Íslandi. Þetta er kannski spurning hvort að aldur knattspyrnukvenna hér á Íslandi sé of lágur, mér finnst mörg lið í úrvalsdeildinni séu skipuð stelpum úr 3 og 2. flokk að meirihluta, það gæti skýrt þennan vanþroska að hluta. Ég er búinn að taka þátt í ófáum lokahófum í gegnum tíðina og gengið í gegnum þessar kosningar en aldrei og meina aldrei, hef ég orðið var við einhverja öfund eða plott karla megin. Mér finnst þetta heldur ekki alveg í takt við þann árangur sem kvennalandsliðið hefur sýnt á undanförnum árum, þær hafa tekið stórstígum framförum á fótboltavellinum og sýnt mikla samstöðu í þeim verkefnum sem þær hafa tekið þátt í. Óskandi væri að þessi samstaða ríkti utanvallar líka og þær myndu láta af þeim mikla ókosti sem öfund er. Margrét Lára hefur sýnt það í sumar að þarna er frábær knattspyrnukona á ferð, hún skoraði 38 mörk í 16 leikjum og auk þess spilaði hún frábærlega með íslenska landsliðinu. Ekki vil taka það af henni Hólmfríði að hún er einnig stórgóð knattspyrnukona og stóð sig mjög vel í sumar, en rétt skal vera rétt og í hugum flestra er Margrét í sérklassa í kvennaboltanum, svona eins og Eiður, kannski eru þau bara númeri of stór fyrir okkur Íslendinga.

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt Hlynur, sannarlega orð að sönnu.

Jónsi (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 09:49

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Við skulum vona að þær þroskist upp úr svona rugli. Vonandi er bara eitt svona skipti nóg fyrir þær. Dómgreindin er greinilega meiri innan vallar en utan þessa stundina. Innan vallar eru flestar nefnilega að standa sig mjög vel.

Haukur Nikulásson, 24.10.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband