Forvarnadagurinn!!

Rak augun í grein í Morgunblaðinu í dag eftir Sigrúnu Björk Jakobsdóttur bæjarstjóra á Akureyri, þar sem hún fjallar um íþróttir og æskulýðsmál á Akureyri í tilefni af hinum árlega forvarnadegi. Í greininni fjallar hún um forvarnarstefnu Akureyrar og hið fjölskylduvæna samfélag sem hér ríkir. Sigrún segir ennfremur að forvarnir byrja heima sem ég tek undir heilshugar, en hún nefnir síðan annað höfuðatriði í forvörnum, en það er skipulagt íþróttarstarf. Þar finnst mér við Akureyringar sitja eftir, hér eru mörg stór íþróttarfélög sem hafa séð um þessa starfsemi, en án nógs stuðnings frá bæjarfélaginu. Hér hafa stóru íþróttarfélögin barist í bökkum frá því ég man eftir, kastað hefur verið í félögin smá aur til að forðast það að þau rúlli yfir. Ekki hafa stóru fyrirtækin hér í bæ séð sér fært að styrkja íþróttirnar nema að litlu leyti gegnum árin. Byggingar íþróttamannvirkja hér í bæ hefur verið ein sorgarsaga frá upphafi, þar hafa bæjaryfirvöld alltaf passað sig á því að leggja ekki of mikinn metnað í hlutina og alltaf kemur það í bakið á okkur síðar. Svo eru það raddirnar út í bæ '' af hverju að vera að láta einhvern pening í félögin, KA og Þór geta hvort sem er ekki neitt, það á bara að sameina þetta allt'', en málið er að mínu mati það að þetta snýst ekki um meistaraflokkanna hjá félögunum. Þetta snýst um krakkana, Sigrún montar sig að því að bæjarstjórnin greiði niður lítinn hluta tómstundargjalda fyrir foreldra, en það er bara ekki nóg. Tökum félögin á höfuðborgarsvæðinu til fyrirmyndar en þar hafa sveitarfélögin áttað sig á mikilvægi á starfsemi íþróttarfélaganna. T.d greiða yngstu iðkendurnir í mörgum félögum þar engin æfingargjöld, og ég tek hattinn ofan fyrir Grindarvíkurbæ, þar sem bæjarstjórnin gerði samning við Ungmennafélag Grindavíkur um að öll grunnskólabörn í bænum ættu rétt á því að stunda íþróttir endurgjaldslaust, frábært framtak. Það þýða engin vettlingatök í þessum efnum, íþróttir eru besta forvörnin, auk þess sem þau læra margt annað, s.s í sambandi við aga, heilsu og mannleg samskipti. Skora á Sigrúnu að beita sér fyrir því að fara að fordæmi Grindavíkur og sjá til þess að félögin hér á Akureyri geti starfað eðlilega, og séð börnunum hér fyrir bestu aðstæðum og að þau geti æft íþróttir án tillits til fjárhags heimilanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Held að sú stjórn sem var við völd hafi ekki haft þann metnað sem til þurfti og sömuleiðis grunar mig að hinn nýju bæjarstjóri sé bara froðusnakk... En þetta völdu væntanlega Norðanmenn í síðustu kosningum. Líkar vel það sem Grindavíkurbær er að gera fyrir sitt fólk.
Elska samt Akureyri og myndi flytja aftur á morgun ef ég fengi vinnu við hæfi...  Eigðu gott kvöld í sælunni !

Linda Lea Bogadóttir, 21.11.2007 kl. 21:24

2 Smámynd: Hlynur Birgisson

Já þetta kusum við yfir okkur :) En það virðist vera sama hvað við kjósum alltaf sitja íþróttir á hakanum.. en hér er gott að búa hehe vissulega, vill bara gera bæinn en betri;) svo að þið á mölinni viljið flytja til okkar

Takk sömuleiðis

Hlynur Birgisson, 21.11.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband